Í gær eldaði ég hina rómuðu fiskisúpu hennar móður minnar. Þetta var síðasta kvöldmáltíðin fyrir Louise og Christian fyrir jól. Það held ég að hún móðir mín ætti að vera stolt af mér. Ég vona reyndar að hún sé það yfirleitt. En súpan var sukksess, þó hún hafi nú ekki náð fullkomnun móður minnar.
Í dag: Það snjóar. Eða svona um það bil. Ekkert að ráði en örlítil hvít dula yfir jörðinni. Þegar ég gekk inn í eldhús voru þar staddar hin palestínska Dima og kínverska Ann. Þær voru alvarlegar í bragði:
Dima: Do you think it's ok?
Ann: I guess so. It not that much.
Dima: What do you think Heine?
Heine: What?
Dima: Is it ok to walk outside?
Heine: What? Yes, why not?
Ann: Because of the snow.
Dima: Yes, do you think we can walk in the snow.
Alveg hreint er það frábært að kynnast svona fólki frá öllum heimshornum! Ég fræddi þær um að labb í snjó væri yfirleitt ekki mikið mál, nema hann væri í hnéhæð eða álík. Hins vegar værri verra ef honum fylgdi hálka og ís undir snjó væri sérlega óheppilegur til labbs. Er annars til enskt orði yfir hálku? En hláku? Hvað þá skafrenning eða hundslappadrífu?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli