Amsterdam - Fréttir
Foreldrar mínir og amma komu hingað um helgina. Ó svo lúft og gaman.
Annars hefur margt verið á seyði hér í bæ. Sinterklass sendi gjafir á föstudaginn. Stemming og jólaglögg af því tilefni. Ég mixaði hina stórfenglegu Jólaglögg Andansmanna með mixtúru af Jólaglögg Louise. Það var íslensk-danska verslunarfjelagið sem stóð að því.
Á laugardaginn var maður skotinn til bana hér í miðbænum. Jájá, lesið allt um það hér. Og svo fæddist okkur lítil prinsessa á sunnudaginn. Ég fór ásamt foreldrum mínum í konungshöllina og vottaði henni viðingu mína, og íslensku þjóðarinnar raunar. Mogginn fjallar ekkert um það fyrir ykkur en Politiken gerir það.
Jájá... annars ætla ég að skrifa masters ritgerð um dicourse markers... hvað heitið það aftur á íslensku?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli