Það er frekar klikkuð jólastemming í Club27. Liisa eldaði handa okku klassískan finnskan jólamat og Miss Notley keypti jólatré og útbjó aðventukrans. Mér brá að vísu þegar ég sá jólatréð - fullskreytt og fallegt í byrjun desember. En tja... mér er bara farið að þykja vænt um litla fjandann.
Svo drukkum við jólaglögg og átum piparkökur og speskökur og skiptumst á frásögnum á jólahefðum frá hverju landi. Toppurinn var svo þegar við sungum Heimsumból á 5 tungumálum!
Og hey - Sinterklaas gaf mér þrjár gjafir í gær. Ég hef líklega verið svona óskaplega góður strákur þetta árið... annað en ég hélt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli