svíar eru öfuguggar. hér er allt öfugt og viðsnúið.
á sænsku er fæðingardagurinn minn: 760903 - þetta þurfti ég að skrifa í þrígang í dag og í öll skiptin ruglaði ég tölunum 760309 var einhvernvegin rökréttara. ég er nefnilega ekki fæddur níunda mars - eins og til dæmis tintin.
í venjulegum löndum snýr maður segulröndinni niður og til hægri þegar maður notar hraðbanka. Hér er það upp og til vinstri. Ég þarf alltaf að snúa kortinu mínu í nokkra hringi til að finna réttu leiðina.
í dag er ég fúll út í allt sem er sænskt. nema jóhönnu - þó vissulega taki hún reiði mína persónulega.
4 ummæli:
...enn einn þátturinn í seríunni "Líf Sigga fyrir 2 1/2 ári" birtist hér á Hjartarblogginu. Man reyndar ekki eftir þessari frústrasjón með kortin, líklega af því að ég sný þeim alltaf í allar vitlausar áttir, sama í hvaða landi ég er staddur.
Vittu annars bara til: Bráðum verður þú orðinn heilaþveginn af yndisleik sænsks þjóðfélags og rýkur upp á háa c-ið þegar að einhverjir dirfast að gagnrýna það. Ég er þegar helsýktur.
Óttarleg þröngsýni er þetta. Svíarnir eru svo miklu sniðugri með þessa röðun vegna þess að með þessu formatti getur þú raðað fólki eftir fæðingardegi. Þ.e. Tekið lista af kennitölum, sort ascending og whola...
vel má vera að þetta sé þröngsýni ... annars held ég að það sé ekki mikið mál að láta tölvur nú til dags raða eftir talnapörum afturábak
last two values first then next two etc...
en ég er fæddur
þriðja september nítjánhundruðsjötíuogsex
ekki
nítjánhundruðsjötíuogsex september þriðja
tölur eiga að standa fyrir það sem við segjum og hugsum og í þeirri röð.
ef ég segi: einn tveir og þrír
ætti það að vera táknað
1, 2 og 3 en ekki t.d. 3, 1 og 2
42
Skrifa ummæli