Jú skyndilega var bara kominn föstudagur án þess að ég gæti nokkuð aðhafst. Þessi vika hefur flogið, máski mestmegnis vegna þess að ég hefi verið við vinnu. En það er svo sem gaman í vinnunni enda vinn ég heima og sit við hliðina á geisladiskasafninu og þannig hef ég allt í einu tíma til að hlusta á diska sem ég hefi ekki heyrt lengi. Búinn að skruna í gegnum Stones safnið sem er nú merkilega stórt en samt svo smátt ef miðað er við allar útgefnar Stones plötur. Ég tel 12 plötur, og þá eru taldar með safnplötur og þess háttar. Það er líka kannski til marks um eitthvað að elsta platan í safninu er frá 1968. Hvaða plata skyldi það nú vera?
annars er komið nýr músíkbloggur á netið.
1 ummæli:
1968? Tja - Beggar's Banquet?
Ég eignaðist mína fyrstu hljómplötu árið 1964. Það var lítil plata, EP, fjögra laga með Rolling Stones: Bye Bye Johnny, Money, You Better Move On og Poison Ivy
http://www.12x5.de/Discographie/TheRollingStones_EP.htm
Ég á hana enn, en það er rispa í byrjuninn á You Better Move On.
1965 eignaðist ég fyrstu long play plötuna. Það var Out Of Our Heads. Þessi hér:
http://www.12x5.de/Discographie/OutOfOurHeads_UK.htm
En þetta er allt í ruglingi. Þegar ég keypti plötuna á geisladisk fyrir nokkrum árum, þá var það ameríska útgáfan. Þar er lagavalið ekki eins gott og ekki sama töffaramyndin á umslaginu. Sú mynd kom aftur á móti í Ameríku á December's Children.
Out Of Our Heads, breska útgáfan, er alger snilld. Þótt Rolling Stonses hefði bara gefið út þá plötu, þá væru þeir samt ódauðlegir.
Skrifa ummæli