Ég tók mér far með sporvagni númer 6 niður á Backaplan í gær. Gekk inn í Siba og keypti mér tölvuskjá. 19" philips flatskjá. Svo nú hefi ég tvo skjái fyrir framan mig. Internetið, Acrobat reader og MultiTerm á nýja skjánum og Word og Trados á tölvuskjá fartölvunnar, ásamt stjórnborðinu sjálfu.
Nú er bara að finna sér lyklaborð (sem ég gleymdi í gær) og þá er vinnustöðin hér fullkomnuð. Tja... þyrfti að vísu alminniligan stól... en eitt í einu kallinn minn, eitt í einu.
Jú, svo má internetið fara að detta inn svo ég geti hætt að níðast á honum Erik blessuðum.
Talandi um Erik - þá heyrði ég að Eric Hawk myndi sjá um okkar mál í Helsinki í maí! Húrra fyrir því... Hann mun þó ábyggilega ekkert eiga í vini mína í The Ark... sem ég vona svo sannarlega að komist áfram úr Melodifestival hér í Sverige!
Áfram Ark!!!!
Sjá á músíkbloggnum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli