Í gær sá ég kvikmynd á kvikmyndahátíðinni miklu hér í bæ. Hún heiti Bless líf (e. Goodbye, life). Hún er írönsk og fjallar um konu stríðinu á milli Íran og Írak sem stóð meginhluta níundaáratugarins. Myndin var skemmtileg og sorgleg í senn. Sem sagt stórgóð.
Hér er ekki beinlínis farið að vora - en dag hvern verður örlítið bjartara og það kætir sálina. Nú er orðið bjart úti fyrir klukkan níu en fyrir viku var enn dimmt á þeim tíma.
Ég er á nýja safninu og þýði - á morgun fer ég til Köben...
Eins og verk í vinstra hné
voðalegan finni.
Ég er eins og jólatré
ég er í hreppsnefndinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli