Jú svo er víst, og ekki eins og það skipti nokkru andskotans máli. Hér sit ég og svína á Erik einhverjum sem láðst hefur að loka fyrir þráðlausa netið sitt. Ætli ég stilli mig samt ekki um að sækja bíómyndir og klám á netið í þetta sinn. Í þetta sinn.
Í gær var mestmegnis setið og unnið. Ég held þessi heimavinna verði mestmegnis til þess. Að ég sitji bara og vinni. Hver verða skilin vinnu og heimilis þegar maður vinnur heima? Það verða óljós ef einhver! En samt náði ég að slíta mig frá vinnunni heima og vinda mér í húsverkin. Eldamennskuna. Þar sem ég er mestmegnis orðinn afhuga kjöti... afhuga er máski ekki rétta orðið. Þar sem ég snæði sjaldan kjöt og mestmegnis grænmeti, baunir, grjón og pasta, hefi ég reynt að breikka matarúrvalið, baunabuff hefi ég nú gert að sérgrein minni. Í gær eldaði ég dýrindis baunabuffbollur einhverjar, laumaði inní þær ýmsu góðgæti og bar fram með hrísgrjónum, gúrku og tómötum og hvítlauskjógúrtsósu.
Jóhanna opnaði rauðvínsflösku og drakk hana.
Það er eins og einhver sé
aldrei hérna inni.
Ég er eins og jólatré
ég er í hreppsnefndinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli