22. feb. 2007

Snjór

Og þá fór að snjóa... Ég tók mér göngutúr sérstaklega til að njóta snjósins. Hann er nokkur. Snjórinn. Á Íslandi er sagt frá honum í fréttum. Þar er talað um ófærð og viðvaranir um að hreyfa ekki bílana sína og að landið sé allt á heljarþröm. Hafið ekki áhyggjur. Það liggur aðeins ökladjúpur snjór yfir öllu. Ekkert sem Jeppaþjóðin í norðri myndi láta slá sig út af laginu.

Annars er mestmegnis unnið þessa dagana. Varla farið út úr húsi. Unnið til sjö og eldaður matur og að honum loknum er maður of þreyttur til að gera nokkurn andskotann.

Annars er ég orðinn svo peníngagráðugur að ég ætla að gera mér músíkbloggin að féþúfu. Ykkur er velkomið að kíkja þangað inn og smella á auglýsingarnar hægra megin. Kostar ykkur neitt en getur gert mig að auðmanni. Fram til þessa hafa tekjur mínar þar verið o,43$.

Að sjálfsögðu var það Beggars Banquet sem ég ræddi um. Það er elsta stónsplatan mín. Það er skömm. Skömm á mínu heimili.

Á morgun ætla ég að gera eitthvað í því... Nei! Á laugardaginn.

1 ummæli:

Króinn sagði...

Já, veðurperrin var einmitt að ræða þetta fyrirbæri í morgun með fréttaflutning af snjó. Málið er að skandinavar nota miklu stærri orð um miklu minni fyrirbæri en Íslendingar. Smá snjóföl er snjóbylur í þeirra munni og smá fjúk er ofviðri. Svo kópípeista íslensku fjölmiðlarnir þetta beint og Íslendingar lifa í þeirri yndislegu sjálfsblekkingu að það sé greinilega bara alveg jafnoft ofviðri í útlöndum og á Íslandi.

Jæja, veðurperrinn búinn að pústa.