Ég fór á krá í gær. Pustervik heitir staðurinn. Reyndar varla krá. Meira svona skemmtistaður. Sá/sú sem hannaði innanrými staðarins hefur greinilega haft til hliðsjónar nestisstofuna í Hagaskóla eins og hún var þarna í kringum '90. Í dag er ég í sömu peysu og ég klæddist á barnum ígær. Sniðugt þetta reykingabann á börum.
Farangur. Er það eitthvað sem angrar mann á ferðalögum? Svona eins og munnangur er eitthvað sem angrar munninn manns. Er þetta orðið angur sem merkir lítið dust, sáldur eða álíka.
Iss - þetta er bara viðskeytið -angur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli