21. feb. 2007

Kennitala

Það kom að því að mig langaði/ég þurfti að nota sænsku kennitöluna sem mig grunaði að búið væri að úthluta mér. Ég bjóst allt eins við því að fá send gögn hingað heim þar sem ég væri boðinn velkominn í sænska velferðarkerfið og ég fengi upplýsingar um hver kennitalan mín væri ásamt kannski einhverjum upplýsingum. Nú er liðinn einn og hálfur mánuður og kominn tími til að grennslast fyrir um þetta. Enda þörf á kennitölunni (vegna tryggingamála þar sem nú eru fjórar tölvur á heimilinu, tölvuskjár og svo náttúrulega búslóðin öll).

Svo ég hringdi. Jújú það er löngu búið að úthluta þér kennitölu. Jájá, var aldrei meiningin að senda mér um það gögn eða láta mig vita. Tja ég get svo sem sent þér þetta núna. Tja viltu ekki bara segja mér hver kennitalan er. Jú ég geri það og svo sendi ég þér gögn um það heim til þín.

Kannski er búið að úthluta okkur interneti fyrir löngu - hvur veit - kannski heitir internetið okkar eriksnet...

2 ummæli:

Króinn sagði...

Ertu þá ekki heldur búinn að fá svona voða fínt nafnskírteini? Sænska nafnskírteinið mitt er eitt af djásnum veraldlegra eigna minna.
Annars finnst mér, þegar ég les færslur þínar þessa dagana, að líf þitt sé líf mitt svona sirka í júlí, ágúst 2004 þegar ég stóð í nákvæmlega sama skráningarferlinu öllu og þú. Bíð spenntur eftir færslum í framtíðinni um ferðir þínar í Försäkringskassan og Skatteverket eftir hinu og þessu gagnlegu sem sænska velferðarríkið hefur upp á að bjóða.

Nafnlaus sagði...

http://www.123.is/crazyfroggy/default.aspx?page=home