þá er maður kominn heim. já, ég á heima í gautaborg.
til okkar flutti nágranni. hann varð nú svo sem ekki nágranni fyrr en hann flutti hingað. en þessi nágranni er tengdur internetinu og beinir því þráðlaust hingað inn í íbúðina til okkar. ég nýti mér það nú og vinn hér heima. á meðan hlusta ég á AC/DC og Suptertramp. Ég fíla bæði böndin í tætlur.
Þegar ég var unglingur gekk ég um tíma í svartri pakkúlpu. muniði, sem fengust í vinnufatabúðinni og voru yfirleitt svartar með neó-órans innklæði, eða hvað það heitir nú aftur þetta sem er innaní jökkum, fóður? Þær voru svo sem líka til grænar og bláar, en í Hagaskóla gengu menn í svörtum svona jökkum. Þá var í tízku að næla á ermi nælur alls kyns, borða og bætur. Á mínum jakka var bót sem merkt var AC/DC og sýndi ógurlegt bjarndýr baðað í ljósum logum. Einn dag var ég spurður hvort ég fílaði "eisídísi" Ég hafði ekki hugmynd um hvað maðurinn var að tala um.
Þá var ég barn og þekki bara bítlana og rolling stóns. nú veit ég betur og veit svo sannarlega hverjir AC/DC eru.
Á morgun munum við athuga hvers vegna í ósköpunum nýji nágranninn er með net en við ekki.
3 ummæli:
Ójá, mikið er Supertramp góð hljómsveit. Og ekki er Chicago þá mikið síðri. Glassúrvæmið og yndislegt.
Og svo kemur tveggja ára bilið á milli okkar í ljós þegar að talið berst að svörtu jökkunum. Ég var nefnilega ekki unglingur, heldur barn þegar að þeir voru hvað heitastir. Ellefu ára, ef ég man rétt. Það er auðvitað heil kynslóð á milli 11 ára grunnskólanema og þrettán ára Hagskælings á þeim árum. Heitast var þetta veturinn 1989-1990, var það ekki?
Væri ekki annars tilvalið að útvega sér svona jakka aftur í dag og sauma stóra Supertramp-bó aftan á? Það væri öðruvísi.
jú það passar það var akkúrat þennan vetur sem jakkinn var keyptur - honum var svo lagt aftur veturinn eftir enda þá gallajakkar málið - gallajakki og hvítur t-bolur - ákaflega hentugt í íslenskum vetrarkulda!
Fyrst þú ert í fortíðartónunum, hvernig væri þá að rifja upp The Kinks og "Dedicated follower of fashion"...virðist eiga vel við :-)
Skrifa ummæli