15. feb. 2007

þýðir ekkert

Hér var ég búinn að koma upp sérlega fínu hlekkjakerfi þar farið er eftir meginreglunni "þú hlekkjar mig og ég hlekkja þig". Þá raðast hlekkirnir í hlutfalli við heimsóknir sem koma úr frá hverjum hlekk. Nú er þetta fína hlekkjakerfi horfið og eftir standa þeir sem ekki hlekkja mig.

Sögnin að hlekkja er hér bein þýðing á hinn ensku 'link'. Þetta er líklega dæmi um afleita þýðingu og yrði hafnað af kollegum mínum. En fokkitt! Ég fæ ekki borgað fyrir þýðingar á þessum blogg svo mér er nokk sama.

Í græjunum syngur Bjarni hvíti lag sem mig minnir að sé eftir Villa Jóelsson.

Verðlaun hlýtur sá eða sú sem veit um hvaða tónlistarmenn er rætt og hvert lagið er.
Verlaunin eru staka sem birtast mun á þessum blogg.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Barry White syngur "Just the way you are" eftir Billy Joel.
Takk google.

Nafnlaus sagði...

múhaha

Þórdís Gísladóttir sagði...

Hver hlekkjar á hvern?