Það var svo mikil sumarfílingur í mannskapnum á Slottsskogsgatan 79b að við skelltum okkur á Tapasbar á miðvikudagskvöldið ásamt fríðu föruneyti. Mestmegnis í sumargleði en líka í tilefni þess að Lotta var að útskrifast. Fljótlega beyttist matardýrkunin í samdrykkju og rökræður um feminisma og kyngervi, sjálfsmynd og sjálfsímyndir.
Ég kom ekki hingað til að dansa heldur til að hugsa.
Og hlaupa - uppfærsla í dag. Tveimur mínútum bætt við hlaupatímann. Þetta gengur allt betur. Ég þakka nýju smúðímorgunmatarvenjum mínum.
Svo skilst mér að Steinn&Sigurrós séu væntanleg í maí!
2 ummæli:
ég fékk póstkort inn um lúguna mína frá þér um daginn, las það og hló og grét til skiptis.
það var gleðihlátur og gleðigrátur, ekki misskilja.
það er Jan mayen sem hlúir að minni viðkvæmu sál í þessum skrifuðu.
minni og þorra og steins.
Jan mayen og bjór
Orðinn grænmetisæta, hlaupari og farinn að ræða kynímyndir á barnum. Ekki langt í algjöra fullkomnun héðan í frá.
Skrifa ummæli