Klukkan nálgast níunda tímann eins og óð fluga, suðandi og sveimandi. Ég sit rólegur á móti tölvuskjánum og nota áttunda tímann til að ljúka vinnu dagsins og þar með vinnudeginum. Hinum venjulega degi, sem markast ekki af vinnu heldur ljósi eða afstöðu Jarðar og Sólar, er lokið fyrir nokkru. Þannig er dagurinn afstæður eftir eðli hans og tilgangi. Dagar mínir eru fagrir, annarra dagar eru sjúkir, sumra dagar eru bæði, sjúkir og fagrir.
Nú sameinast ég öðrum nágrönnum mínum sem halda upp á kvöld, sumir með máltíð, aðrir með vöku, enn aðrir með göngu og jafnvel einhverjir með bæn. Ég ætla að halda upp á þetta kvöld með því að standa upp frá skrifborðinu, slökkva á tölvunni og skjánum og setjast fyrir framan annan skjá, annað hvort gluggann minn og horfa út eða sjónvarpið og horfa inn í það, svo lang sem óravíddir televísjónsins bera mig. Kannski inn í aðra veröld. Annan heim. Gerviheim Hollívúdd eða bara inn á fréttastofurnar í Stokkhólmi.
Litlaus eru kvöldin mín
Engin ummæli:
Skrifa ummæli