Ég keypti mér loksins hjól um daginn. Eftir að hafa hugsað um það frá því í janúar og skoðað hjól í boði á Blocket.se og meir að segja hringt eftir nokkrum án þess að nokkuð gerðist í þeim málum þá uppgötvaði ég litla búllu hér úti á horni sem kaupir, gerir við og meir að segja lagar notuð hjól. Ég keypti mér fagurgrænt DBS Kilimanjaro dömuhjól á 900 spenn. Svo nú geysist ég um götur Gautaborgar eins og vindurinn og læt sólina kyssa mig á ennið.
Annars styttist í Kolbeinsferðina svakalegu. Búið er að draga upp staðinn á korti með ómetanlegri hjálp Google-Maps. Með hjálp gervitungla mynda má gera sér grein fyrir afstöðu húsa og gatna sem gerir leitina að húsinu eins og leit að nál í filmuboxi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli