23. apr. 2007

Ranghvolfun

Hvaðan kemur sú að-því-er-virðist-vera alþjóðlega líkamstjáning að ranghvolfa í sér augunum? Er um að ræða náttúruleg viðbrögð við því að vera alveg sama, láta sér fátt um finnast, finnast eitthvað alveg fáránlegt eða drepleiðinlegt?

Er samt ekki rangt að tala um að "ranghvolfa"? Það er ekki eins og að augun snúist við í augntóftunum. Þeim er meira svona ýtt upp og færð til hliðar.

Ojæja, hvers vegna hrista menn þá hausinn, kinka kolli eða yppa öxlum...

Það er samt hægt að ranghvolfa í sér augunum þó að enginn sé að horfa. Yppir fólk öxlum í einrúmi?

En ypp, hrist og kink er svar, ranghvolf er bara viðbragð, eins og hlátur eða bros. Fólk hlær samt með sjálfu sér. Kannski sumir hlæi með sjálfum sér, hristi hausinn, ranghvolfi sér augunum og hvísli út í tómið "ég er nú meiri kjáninni".

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta eru skemmtilegar pælingar. Ég held að það sé talað um að ranghvolfa þegar maður lætur augun líða upp og í hring, rangsælis. Held að það sé ekki nóg að ýta þeim upp og til hliðar til að það kallist ranghvolf.
En hvað veit ég svo sem, ef mig skildi kalla :-/(ranghvolf)

Nafnlaus sagði...

úps, ég meina "skyldi"

Fjalsi sagði...

Þarf maður endilega að snúa þeim rangsælis. Mér sýnist ég geta snúið þeim í báðar áttir með tilætluðum árangri. En það var nú það sem ég átti við með upp og til hliðar. Ég a.m.k. held að fólk snúi þeim ekki heilan hring.

Nafnlaus sagði...

Tja...er það ekki, af því að þetta heitir RANGhvolf?
En líklegast er rétt að fólk snúi nú ekki augum sínum í heilan hring, heldur meira svona í hálfhring eða boga. Ég tékkaði á þessu hjá samstarfskonu minni og hún allavega ranghvolfir í boga. Stefni þó að vísindalegri úttekt á þessu fyrirbæri.