4. apr. 2007

Gulli bein, sjálfur gundurinn, var að fjalla um skáldskaparmál Megasar í tengslum við andúð föður hans á neðanbeltishúmor. Vísar hann í því samhengi í texta lagsins Gamla gasstöðin við Hlemm sem er að finna á plötunni Fram & aftur blindgötuna. Eitt af mínum uppáhaldsMegasarlögum er í slíkum neðanbeltisanda og er að finna á annarri Megasarplötu, Á bleikum náttkjólum, er hann gerði í samstarfi við Spilverk þjóðanna, og kallast Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu. Texti lagsins fjallar að mestu leyti um hlandfarir eins og meistarinn sjálfur orðar það. Það er erfitt að gera upp á milli Megasarlaga en ég er alveg á því að umrætt lag er eitt af hans helstu afrekum.

Jóhanna sæta sænska er sérlega hrifin af Megasi og hans lögum. Ég hef sagt henni það oft og tautað með sjálfum mér að því miður verði hún bara vitni að hálfri dýrðinni því ekki skilur hún textana. Hvernig líf manns væri ef maður skyldi ekki skilja textana sem Megas semur við lögin sín (eða öfugt)?

2 ummæli:

Króinn sagði...

Þessar Heimspekilegu vangaveltur... Megasar hef ég einmitt alltaf tengt beint við þig. Sérstaklega eftirfarandi ljóðlínu:
Eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee eeeeeeeeeee eeeeeeeeee-e

Þú veist hvað ég meina.

Hlakka til að garga hana með þér í Kolbeinsferðinni sem nálgast óðfluga.

Nafnlaus sagði...

Ef maður skyldi ekki skilja