16. apr. 2007

Mánudagsblogg

Á forsíðu Göteborgs-Posten í gær stóð: "Dagen då sommarvärmen kom til Göteborg". Rætt var um síðasta laugardag.

Sumahiti svo sannarlega og fyrsta grillveisla sumarsins haldin hér úti í garði. Sennilega sú fyrsta af mörgum. Merkilegt hversu mikil dásemd gott veður er.

Annars náði ég nú ekki að njóta hitans of daginn enda að ná mér eftir veikindi sem ég stríddi við í lok síðustu viku. Svo ég hélt mig mestmegnis innandyra á meðan restin af samborgurum mínum sleikti sólina.

Annars er það helst að frétta að ég borðaði kjöt í gær í fyrsta sinn í um mánuð.

2 ummæli:

Króinn sagði...

Tvær vikur rúmar í Kolbeinsferð. Og þá verðurðu nú aftur að hætta þessu gúrkuáti þínu vegna þess að einhver þarf að borða allan metaflann sem við eigum eftir að landa.

gulli sagði...

hér er sól, en ekki sumar, því þetta tvennt þarf ekki að fara saman. það lærði ég í gær