14. mar. 2007

Pub Quiz

Ég tók mér langan göngutúr eftir vinnu í gær. Hann leiddi mig á Notting Hill í hið vikulega Pub Quiz. Við gátum nú ekki nema 9 spurningar af 25, en það stafaði reyndar mestmegnis af vankunnáttu í sænskum samfélagsmálum - og reyndar því að ég bara hreinlega vissi ekki hvað höfuðborg Möltu heitir. Ég veit það núna og mun aldrei gleyma.

Ég held við förum á Pub Quiz næsta þriðjudag.

3 ummæli:

Króinn sagði...

Valletta?

Fjalsi sagði...

Jú, það er Valletta og ef það er satt að þú gúgglaðir þessu ekki þá býð ég upp á snapps í veiðiferðinni.

Króinn sagði...

Sver að ég svindlaði ekki. Hins vegar má deila um hversu heilbrigð það er að vita þetta.
Tek glaður við snafsinum.