27. mar. 2007

Sæla

Göteborgs Posten segir að í gær hafi verið heitasti marsdagur síðan 1859. Þetta voru víst 18,9 gráður þegar best lét. Ég var nú svo sem lokaður inni mestan part dags. Náði þó að fara út og jogga í stuttbuxum og ermalausum bol. Afraksturinn var að sjálfsögðu skráður í hlaupadagbókina!

Ekki skil ég hvað allt þetta fólk er að gera sem hangir úti í sólinni við leik og skemmtun í Slottsskogen. Er fólk ekki í vinnu? Hvaða aumingjaskapur er þetta?

Í dag er þriðjudagur - útlit fyrir PubQuiz í kvöld - ég stundaði æfingar í sextugsafmælinu um helgina hvar leikinn var leikurinn Viltu vinna milljón eða Vem vill bli miljonär, eins og það heitir víst.

Engin ummæli: