Annar joggur fór fram í dag. Gulla sendi mér jogg-áætlun fyrir byrjendur sem ég stúderaði í fyrradag og setti í framkvæmd í dag. Fyrsta vika er svona:
A1-B2-A1-B2-A2-B2-A2-B2-A1-B2-A1-B2
A = Joggur
B = Gangur
n = mínútur
Þannig hljóp ég samtals í átta mínútur og gekk í tólf. Fyrir utan fimm mínútna gang fyrir og eftir. Hálftíma sessjón í heildina. Heill Slottsskogshringur tekinn (Þarf að mæla hvað hann er langur).
Þetta er allt annað - ég dó ekki í þetta sinn!
Annars er orðin hefð að fara á PubQuiz á þriðjudögum. Þar vorum við í gær. Í síðustu vikur náðum við 9 réttum af 25. Í gær voru það 14. Þetta kemur hægt. Eftir tvær vikur vinnum við. Verðlaunin eru 400 króna inneign á barnum. Það má gera sér gott úr því. Ég eyddi einmitt 396 krónum þar í gær.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli