Stundum, af og til, þegar ég er kominn með algjört ógeð á að hanga einn heima. Öllu heldur vera einn við vinnu heima hjá mér. Varla er hægt a tala um að ég hangi einn heima þegar ég sit sveittur við vinnu. En stundum fer ég út. Pakka tölvunni ofaní tösku og hleyp út á kaffihús. Condecco heitir það og er eitt af fjölmörgum útibúum hér í bæ. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem hingað og í dag, eins og í öll önnur skipti, það er hin tvö skiptin, bæði hin, er í gangi vídeóupptaka af tónleikum Robbie Williams. Mér þykir það undarlegt sjónvarpsefni því (blessunarlega) fylgir því ekki hljóð. Í hver sinn sem ég lít upp af tölvuskjánum blasir því við mér Robbie þessi, hlaupandi, dansandi, hoppandi og í kringum hann misklæddar konur.
Kannski er þetta ekkert skrítið...
Annars eru helstu tíðindi dagsins (gærdagsins) að mokkurinn birti eftir sig færslu. Þar les ég að hann les mínar færslur og það er gott til þess að vita.
Honum og Sigga og fleirum, til ánægju, eflaust, tilkynni ég að ég skal hætta að nota bloggur í karlkyni. Reyndar hætta að nota orðið bloggur yfir höfuð og nota þess í stað vegó, sem stuttstöfun á orðinu vefdagbók (borið fram eins og LEGO).
Eða ekki
Engin ummæli:
Skrifa ummæli