8. mar. 2007

Mogunstund

Ekki veit ég hvað klukkan var þegar GP skall á forstofugólfið hjá okkur. Það var a.m.k. enn myrkur úti. Við vöknuðum bæði með andfælum, enda ekki vön umgangi um þetta leyti sólarhringsins. Við létum þó eiga sig að fara framúr til að aðgæta, enda virtist ekki um meiri umgang að ræða. Blaðið lá enda kyrrt á forstofugólfinu þar til ég sótti það uppúr hálf níu.

Jú, við fengum okkur sum sé prufuáskrift af Göteborgs Posten og fyrsta eintakið kom í dag. Tilveran er smátt og smátt að skjóta rótum á milli okkar og hér.

Jack Johnson og vinir hljóma upp herbergið hvar ég sit við vinnu en úti tísta hvorki fuglar né aðrar verur. Þokumistur liggur yfir öllu svo vart sést í Slottsskogen sem þó er ekki nema í um 100 metra fjarlægð frá okkur.

Samt finn ég að vorið er þarna, rétt handan við skóginn. Kannski það komi í heimsókn um helgina!?

1 ummæli:

Króinn sagði...

Enn einn kaflinn í sögunni "Líf Sigga fyrir tveimur og hálfu ári". Þessi kafli heitir: "Tími prufuáskriftanna". Þarft bara að skipta úr GP fyrir Stokkhólmsblaðið Dagens nyheter sem ég hef misnotað að minnsta kosti 3-4 sinnum með ókeypis prufuáskriftum.