Hér vorar sífellt. Og með vorinu vakna draumar, já og kannski ástarþrá í brjóstum á ný. Kolbeinar líta hver annan ylhýrum augum og planéra veiðferð á til Smálands. Stuga hefur verið bókuð og árabátur fylgir með í kaupunum.
Er ekki tilvera dásamleg.
Fyrir aftan mig skýn sólin og smáfuglar kvaka, tísta og syngja, sitjandi á trjágreinum sem ber við bláan himin. Í dag ætla ég að vinna vinnuna mína og sjá svo til hvort kannski verði enn sól á lofti þegar ég losna. Þá vil ég út. Út vil ek. Ekki til að dansa, heldur til að hugsa.
Þessi bloggur hefur breyst í samræðuvettvang á milli mín og Sigurðar...
1 ummæli:
hva, er bara kominn sumarpúki í minn?
það bólar ekkert á sumrinu hér á klakanum. bara snjór og kuldi og myrkur.
hér á klakanum er eilíf nótt.
..já og voðalega er ég eitthvað neðalega á krækjulistanum hjá þér.
manstu ekki, Hjörtur?
ertu búinn að gleyma kannski?
Skrifa ummæli