Þeir sýna hér síðasta korterið af leiknum á móti Þýskalandi hér í sænska sjónvarpinu. Sænsku þulirnir elska hreinlega íslenska landsliðið og þeim finnst Ólafúr Stéfanson och Sorrí Stein Gudjonsson och Reidar Gudmundsson alveg frábærir.
Og það breytir engu þó að það hafi verið Íslendingar sem komu í veg fyrir að Svíar tækju þátt þarna.
Soldið annar tónn en þegar Íslendingar tala um sænska landsliðið.
Eller hur?
1 ummæli:
Hér koma komment á nokkrar undanfarnar færslur:
1. Dönsku þulirnir eru ekki jafn-jákvæðir út í íslenska liðið. Pirra sig aðallega á því að Snorri Steinn skuli aldrei sýna þessa stórleiki með danska félagsliðinu sínu eins og hann gerði með landsliðinu á móti Rússum.
Framburður nafnanna er svo líka flottur. Uppáhaldsdæmið mitt er ,,Lógí Gærson"
2. Með bíóverð. Mín vegna mætti eitthvað annað lækka á Íslandi og bíóverð þá hækka í staðinn. Gleymum því svo ekki að bíómiðar eru stórlega niðurgreiddir á Íslandi með auglýsingasölu og nammisölu í þessu bölvaða hléi sem alltaf er í íslenskum bíóum. Ég er alveg til í að borga aðeins meira fyrir miðann minn ef ég fæ að sleppa þeim fjanda.
3. Málfræðibloggfærslan þín: Málfræðipervert, slakaðu á (...og jájá, ég veit. Get ekkert sagt sjálfur).
Hej då.
Skrifa ummæli