Það er vissulega spennandi að fletta í kjaftasögunum hans Matthíasar Johannessen.
En talandi um að bregðast trúnaði maður... ha!! Manninum er greinilega ekkert heilagt í þeim efnum. Eða gildir einhver fyrningarregla hjá honum?
Þau eru svo sem ekki mörg trúnaðarsamtölin sem ég hef átt, en þau eru nokkur. Ég ætti kannski að birta glefsur úr þeim á þessum síðum. Kannski ekki alveg eins mögnuð og trúnaðarsamtölin hans Matthíasar, fjalla mest um ástarþríhyrninga, fyllerísskandala og ungliðapólitík.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli