Þetta er margt satt og rétt sem Egill bendir á. Ég hef sjálfur aldrei skilið hvað raunverulega er átt við með því að „varðveita 19 aldar götumynd Laugavegs“. Gatan einkennist einkum af ósamstæðum húsum, flestum nokkuð ljótum. Það réttlætir hins vegar alls ekki að fallegustu húsin við götuna séu rifin, sem eru að mínu mati gömlu bárujárnsklæddu timbur- og steinhúsin. Ég vil á móti benda á myndir af öðrum húsum við Laugaveginn sem er að finna hér. Hljóta ekki allir að vera sammála að mun meiri prýði er af þessum húsunum en þeim sem Egill tók myndir af? Þá er spurningin: Hvaða hús á að rífa?
Þar sem húsin við Laugaveg eru svona sérlega ósamstæð tel ég einmitt nauðsyn að varðveita þau hús sem þó mynda einhverskonar heild og eru auk þess nokkuð sérkennandi fyrir gömul hús í Reykjavík og þá sögulegu borgarmynd sem þar var.
Og, í stað þess að ætla byggja í kringum þessi gömlu hús mætti líka færa einhver þeirra saman svo að þau nái þó að mynda einhverja heildstæða götumynd á köflum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli