Ég fór í bíó um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem ég fer í bíó hér í bæ. Það er nokkuð slakur árangur á meira en einu og hálfu ári. En bíómiðinn kostar 105 krónur. Það eru rétt tæplega 1400 krónur íslenskar. Mér skilst að miðaverð í bíó á Íslandi sé 950 krónur. Svo það er mun ódýrara að fara í bíó á Íslandi en hér í Gautaborg. Reyndar er bíómiðaverð á Íslandi lægra en víðast hvar í þeim löndum sem okkur er títt að bera okkur saman við og þannig hefur það verið lengi.
Ég hef oft heyrt fólk fussa og sveia yfir hve dýrt sé að fara í bíó á Íslandi. Það skil ég vel enda er það andskoti dýrt. En ég hef á móti bent á að það sé einfaldlega dýrt að fara í bíó út um allan heim. Þetta sé alls ekkert einskorðað við íslandi og að það sé síst við bíóhúsin að sakast í þessum efnum. Í raun, svona miðað við almennt verðlag á Íslandi, megi teljast frekar ódýrt að fara í bíó.
Málið er nefnilega að bíóhúsin græða furðulítið á því að sýna kvikmyndir. Það er dreifingaraðilinn sem fær mestan peninginn. A.m.k. fyrstu sýningarvikurnar (allt að 90% af miðasölu fyrstu vikuna). Eftir að hafa greitt þann kostnað sem fylgir því að reka bíóhúsið græða eigendurnir því ekkert á miðasölunni fyrstu vikurnar. Allar tekjurnar koma frá nammi-, popp- og gossölu.
Ojæja - ekki veit ég afhverju ég fór að röfla um þetta.
En myndin sem ég sá heitir Dark Knight og hún er ó svo frábær frábær og yndi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli