Maður veit ekki hvort þessi kvittur sé sannur sem kominn er upp um að Sjálfstæðismenn séu að fara á taugum í núverandi meirihluta og séu að leita leiða til að breyta til að bæta hann. Mér finnst það a.m.k. ekki skrýtið að það sé þrýstingur á menn að gera eitthvað í málunum. Ólafur F. hefur náttúrulega haldið allri borgarstjórn og stjórnsýslu í borginni í hálfgerðri gíslingu frá því hann settist í borgarstjórastólinn og það er fátt annað en farsi sem kemur frá honum.
Spennandi að sjá hvað verður. Það er svo sem allt skárra en núverandi ástand...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli