Ef kosið væri nú myndi Sjálfstæðisflokkur fá fjóra borgarfulltrúa, Samfylking átta og Vinstri Græn fengju þrjá. Spennandi. Samfylking gæti þannig séð verið ein í meirihluta en það væri þó ósennilegt að slíkt myndi gerast miðað við sáttina sem ríkir á milli vinstriflokkanna tveggja í borgarstjórn, þessa stundina.
En kosningar eru ekki nú og ekki fyrr en eftir tvö ár og margt getur gerst. Sjálfstæðisflokkur mun áreiðanlega endurheimta einhvern trúverðugleika í millitíðinni. Hanna Birna virðist vera að sanna sig nokkuð og á líklega bara eftir að styrkjast. Þó held ég að það verði erfitt fyrir flokkinn að endurheimta fyrra fylgi. Hins vegar er held ég ljóst að F-listinn sé búinn að vera í borgarstjórn. Svo fer það eftir Óskari hvort hann Framsóknarflokkurinn muni koma manni að. Það verður tvísýnt.
Spurning yrði líka hvað Margrét Sverris gerir. Hún gæti farið í sérframboð og ætti jafnvel séns á að detta inn.
Hvað sem verður er ljóst að valdahlutföllin hafa breyst í Reykjavík. Miðað við festuna og öryggið í framkomu Dags og Svandísar og þann trúverðugleika sem þau hafa áunnið sér verður erfitt fyrir þau persónulega að missa fylgi. Spurning hvort flokkarnir að baki þeim nái að tækla erfið málefni og halda því mikla samlyndi sem hefur myndast þeirra á milli í borgarstjórn.
Ég tel að meirihluti með níu borgarfulltrúum vel raunhæfur fyrir Vinstri græn og Samfylkingu. Sjálfstæðis flokkur með sex og Framsókn þurrkast út. F-listi býður ekki fram.
Nú er bara að bíða í tvö ár til að sjá hvor þessi spá reynist sönn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli