Jæja, þá berast loks fréttir af því að enn einn meirihlutinn muni taka við í Reykjavík. Fjórði meirihlutinn á þessu kjörtímabili. Sá fjórði á einu ári. Það er skandall hvernig Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og F-listinn hafa haldið borgamálunum í gíslingu síðustu mánuðina. Valdagræðgi og eignhagsmunagæsla er það eina sem þetta lið hugsar um. Hvernig geta Reykvíkingar sætt sig við þetta. Geta þeir það? Gera þeir það?
Hvaðan kemur þeim vald til að drepa alla þróun í Reykjavík í dróma!!??
Þarna sést eina ferðina rétt andlit Framsóknarmanna, sem hefðu vel geta sagt Sjálfstæðimönnum að éta það sem úti frýs, enda vandi þeirra sjálfskapaður. Það eina rétta í stöðunni hefði verið að Ólafur F segði af sér, enda klárlega búinn að missa traust allra hinna borgarfulltrúanna. Í kjölfarið tæki Margrét Sverris við, sliti samstarfinu við Sjálfstæðismenn og Tjarnarkvartettinn tæki á ný við, sem, samkvæmt skoðanakönnunum er vilji íbúa í Reykjavík - og að sjálfsögðu á það að vera sá vilji og hagsmunir Reykvíkinga sem á að ráða í borgarstjórn en ekki þetta eilífa baktjaldamakk, hrossakaup og valdagræðgi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli