29. apr. 2008

guðni

Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar. Ég hef þó ákveðna samúð með Samfylkingunni. Mér finnst t.d. ummæli Guðna Ágústsonar um að ríkisstjórnin eigi að segja af sér spaugileg þar sem að hann sat nú í þeirri ríkisstjórn sem líklega ber mesta ábyrgð á hvernig komið er í íslenskum efnahagsmálum.

Það er nefnilega nokkuð óheppilegt fyrir Samfylkinguna að akkúrat þegar hún sest í ríkisstjórn hafi einmitt verið komið að lokum þessa blómlega efnahagsskeiðs sem ríkt hefur síðustu árin, eða allt frá því að Alþýðubandalagið, forveri Samfylkingarinnar, var í ríkisstjórn.

Það er auðvelt að setja samasemmerki þarna á milli, en að sjálfsögðu eru málin flóknari en svo. Það eru nefnilega undarlegar ákvarðanir ráðherra Framsóknarflokksins sem núverandi ráðherrar Samfylkingarinnar sitja uppi með og þeir taka einfaldlega við slæmu búi.

1 ummæli:

Króinn sagði...

svo allrar sanngirni sé nú gætt þá komu nú viðreisnarárin 1991-5 ekki beinlínis upp á blómlegum tíma.

annars er þetta rétt. guðni væri best geymdur í veislustjórn á þorrablótum. vont þegar að meginkostur stjórnmálamanna er að vera fyndinn - sérstaklega þegar þeir eru ekki að reyna að vera það.