22. apr. 2008

Salmonelluógnin

Ég má til. Ég hlustaði á Ögmund Jónasson vara við hinni skelfilegu salmonelluógn sem steðjar að okkur íbúum í Evrópusambandinu. Ég verð nú ekki mikið var við hana hér í Svíþjóð að vísu. En ég fór að athuga tölur um þetta og komst að þessu.

Árið 2006 voru skráð 110 salmonellutilfelli á íslandi. Það eru 35,2 tilfelli á hverja 100.000 íbúa.

Árið 2005 voru skráð 38,2 salmonellutilfelli á hverja 100.000 íbúa í löndum Evrópusambandsins.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, við verðum svo sannarlega að passa okkur á linsoðnu eggjunum hér í útlandinu.
Yndislegur svona xenófóbískur hræðsluáróður.

Pétur Maack sagði...

Nei þú skilur ekki, þessir Íslendingar smituðust allir á ferðalögum erlendis.
Svarið væri því að leggja af ferðalög til útlanda, þetta merkir að þú þarft að fara í sóttkví þegar þú kemur heim Hjörtur minn.
Með því að leggja af utanlandsferðir má svo um leið bæði rétta af vöruskiptahallann og ná upp gjaldeyrisforða!! Pottþétt aðferð