Þessa umræðu um hvort að opnun á markaðnum hér heima geti drepið íslenskan landbúnað finnst mér vanta einn punkt:
Er ekki eina leiðin fyrir íslenska bændur að vera í raun samkeppnishæfir við starfsystkin sín úti í heimi að opna á alla möguleika okkar að flytja „bestu og hollustu landbúnaðarafurðir í heimi“ út til annarra landa. Út í heim, eða heimshluta, þar sem eftirspurn eftir lífrænum vörum eykst dag frá degi. Mér skilst að nær allar vörur sem íslenskir bændur framleiða ætti afar auðvelt með að fá lífræna vottun.
Þennan iðnað mætti stórefla t.d. á kostnað stjóriðju sem svo margir telja lausn allra vandamála.
2 ummæli:
Rétt og satt. Þeir sem raunverulega standa í vegi fyrir framförum í íslenskum landbúnaði eru þeir sem í misskilinni góðvild sinni eru alltaf að tala hann niður með því til dæmis að segja að allt hrynji ef neytendur fá að kaupa útlenskt kjöt.
Ég trúi því staðfastlega að íslenskur landbúnaður muni lifa þetta allt af vegna þess einfaldlega að íslenskir neytendur munu áfram velja íslenskt, þrátt fyrir hærra verð.
Já, kannski. Og þó svo að hlutur íslenskra afurða skerðist á Íslandi væri hægt að rétta hann stórlega erlendis.
Skrifa ummæli