4. apr. 2008

Mótmæli

Ég er almennt á því að fólk eigi nýta rétt sinn til að mótmæla þegar ástæða er til þess á annað borð. Mótmæli mótmælanna vegna eru þó asnaleg og engum til góðs.
Ég hef líka alveg samúð með málstað vörubílstjóranna. Hátt olíuverð og miklar álögur koma hart niður á afkomu þeirra. Auðvitað eiga þeir að mótmæla. Ég er hins vegar ekkert endilega á því að það eigi að lækka álögur á olíu og bensín. Þetta eru ein mest mengandi efni sem mannkynið notar í daglegri neyslu sinni. Okkur ber að takmarka notkun þeirra og ein leiðin til þess eru miklar álögur.

Jeppaklúbburinn 4x4 hefur vafalaust sama rétt á að mótmæla, rétt eins og allir þegnar landsins. En það er einfaldlega ekki hægt að hafa samúð þeirra málstað.

Engin ummæli: