Jú, þarna kom það. Búin að ríkja bongóblíða hér frá því á föstudag. Lág í Slottsskogen í gær og las og baðaði mig í sólskininu. Það var nammi.
Annars var helgin nokkuð töff og skemmtileg. Hið hefðbundna After Work sessjón á föstudaginn og tilheyrandi dansiball fram undir nótt. Á laugardaginn spilaði ég fyrir 200 matargesti á ráðstefnu RFSU. Og svo afslöppun í gær eins og fyrr segir. Æðislegt flott, svo maður kvóti í Bubba.
Nú eru þetta orðin tæp 70% prósent sem vilja inn í ESB. Það þarf ekki að koma á óvart. Flestir hagfræðingar í háskólasamfélaginu hafa að undanförnu eiginlega kallað eftir því að íslensk stjórnvöld lýsi því yfir að þau ætli að setja það á dagskrá hjá sér að hefja undirbúning að aðildarumsókn.
Ég held að það væri það minnsta sem hægt væri að gera. Yfirlýsing um að maður ætli að setja eitthvað á dagskrá er alls ekki það saman og að gera eitthvað. En ef það gæti orðið til þess að auka stöðugleika þá er um að gera að gefa bara út þá yfirlýsingu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli