Ég held ég eigi heima uppi í rúmi í dag. Hvernig svo sem þessi setning ætti að skiljast. Ég sit hér á bókasafninu kappklæddur en samt er ég kaldur inn að beini. Skelf hreinlega. En þar sem helvískt netkompaníið hefur ekki drullast til að tengja netið heim verð ég að sitja hér á ísköldu bókasafninu. Að vísu sýnast mér Svíarnir í kringum mig kæra sig kollótta um kuldann. Kannski er þeim bara ekkert kalt. Kannski er það bara ég sjálfur. Vonandi ekki að veikjast.
Mér skilst að Strætó í Reykjavík hafi hækkað fargjöld. Ferlegt...
5 ummæli:
Konan mín (sem er sænsk) var við það að ganga af göflunum í haust sem leið af því að það tók tvær vikur að fá netaðgang hér í Tromsø. Þá lýsti hún því yfir það þetta myndi aldrei taka svona langan tíma í Svíþjóð, aldrei!. Þar myndi einhver koma strax daginn eftir að maður leggur inn pöntun.
hah!! þessir Svíar...
Þú ert Svíi
nei ég er nú varla Svíi - en ég á norska kennitölu
"kannski var öllum öðrum hlýtt,
en mér var allaveganna kalt..."
Skrifa ummæli