Nýtt ár á nýjum stað.
Gautaborg myrkvast snemma. En hér birtir fyrr en Reykjavíkin mín. Internetmál ganga hægt. Ég byrjaði aftur í vinnunni í dag en sökum skorts á neti heima þarf ég að vera á bókasafni. Háskólabókasafni. Ég kann ósköp vel við háskólabókasöfn.
Ég nýtti líka netið til að skila nemendum einkunnum. Um leið fékk einkunnir nemenda. Ef marka má kennslukönnun stóð ég mig betur í ár en fyrra. Við því var að búast. En það eru þó góðar fréttir.
Búslóðin býður á bakkanum. Lífið verður betra þegar hún verður komin heim. Ikea var heimsótt í gær. Nú eigum við smávegis Ikea dót.
Ég ætla að sækja um sænskunámskeið sem sniðið er að þörfum "nágrannanna í norðri". Dönum Norðmönnum og Íslendingum. Það sýnist mér sniðugt.
1 ummæli:
Mikið er ég ánægður með að hafa þig þarna í seilingarfjarlægð í Jöhhdeborrr. Nú verðum við að taka reglulegar heimsóknarferðir á milli og síðan verður að sjálfsögðu að kanna sænska læki í vor undir merkjum heilags Kolbeins enda nánast allir Kolbeinar orðnir Skandinavar nú um stundir.
Lycka till med Svenskan.
Skrifa ummæli