15. jan. 2007

Rok, rigning og partý

Það var rok um helgina. Hér var hávaðarok. Svo mikill ofsi að fólk dó.
Rúða brotnaði hjá nágrannanum. Rafmagnið fauk í burtu frá hundraðþúsund heimilum.

Við Jóhanna sváfum sæl og þunn á meðan veðrið barði á hurðir og glugga.

Í búðin skartar sínu fegursta og hefur aldrei verið sætari. búslóðin komin upp úr kössum og stendur á sínum stað dreifð um gólfið og í skápum og hillum. Við héldum veislu til að bjóða búslóðina velkomna. Fólk mætti, dáðist að henni, drakk og dansaði.

Svona var helgin, sjúk og fögur.

Engin ummæli: