veturinn kom of helgina - fyrsti snjórinn kom á laugardaginn - hann var farinn á sunndaginn - í dag er mánudagur - í dag frýs
ný vika og rútínan er hafin á ný - nema að Brestir í Brooklyn er ekki lengur lestrarefnið í sporvagninum heldur Fast food nation. Það er hressileg lesning sem styrkir mitt sósíalíska hjarta.
ég á heim við Slottsskogen - sveitina í borginni. í gær gekk ég um skóginn og sá hund elda hreindýrskálf. það var fallegt eins og sóli og vorið. sem var fínt því nú er hvorki sól né vor.
saga gautaborgar var tekin út - hún er skemmtilega tengd sögu amsterdam - því liggur beinast við að flytja næst til New York
2 ummæli:
Já, einhvern tíma nördaðist ég yfir þætti um sænska austur-indíufélagið og þar kom þetta meðal annars fram hvað Gautaborg var hollensk borg hér til að byrja með.
Gott að þú ,,sigurðarmálast". Húrra!
ætli það heiti ekki að Sigurðarmæla
Skrifa ummæli