Máski andremma sé landlægt vandamál í Svíþjóð. Veitak. Veit ég ekki. En hins vegar hefi ég verið nokkuð andrammur síðan ég flutti hingað og ákvað í dag að taka á málinu. Nýtti ég því hádegismatartímann til að arka út í apótek í þeirri veiku von að þar fengist lausn við vandamálinu. Einhver tilvalin remedía. Jú, viti menn. Þar var heil hilla helguð andremmu. Ýmiss konar vökvar og duft og pillur sem sérstaklega hafa verið þróuð til að ráðast gegn andremmu. Aldrei datt mér í hug að úrvalið væri svo mikið og því hlaut að hvarfla að mér að andremma væri sérstakt vandmál hér í landi. Ég hef nú ekki orðið var við það á andadrætti samborgara minna hér, en það gæti þó allt eins verið vegna þess að svo margar remedíur finnast við þessum fúla fjanda. Hvað um það nú smjatta ég á andremmutöflum og finnst ég betri maður fyrir vikið.
Jóka hefur opnað bloggsíðu og fyrir ykkur sem hafið einhvern hug á að lesa um ástir og örlög dísinnar sænsku þá set ég hlekkinn hingað.
Einnig hefur verið opnaður bloggur fyrir þá sem vilja fylgjast með lífi mínu á útlensku. Also, a blog has been opened for those who are interested in observing my life in English.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli