Búslóðin kom í morgun. Hún átti að koma í gær. Við biðum og biðum. Ekki kom hún.
En í morgun kom hún. Nú situr Jóhanna heima að púsla henni saman. Ég er á bókasafninu og vinn.
í gærkvöldi hlóð ég niður myndum frá Áramótum í London.
Mikið var gaman.
Lífið er að smella saman hér. Ég get unnið í gegnum internetið. Búslóðin komin. Ég rata um Gautaborg og skil sífellt meira í sænsku.
Nú þarf bara internetið að koma heim og þá er þetta mestmegnis glæsilegt.
1 ummæli:
Já áramótagleðin var meiriháttar enda þið alveg frábær félagsskapur :-)
Spurning hvar við fögnum næstu áramótum...Róm, Ríó eða Raufarhöfn?
Skrifa ummæli