2. mar. 2006

Stórtíðindi!!!!!!!!!!!!!!

Það þóttu stórtíðindi þegar í gær var tilkynnt var með viðhöfn að ekkert hefði verið ákveðið um nýtt álver á Íslandi. Ekkifréttamenn landsins ruku upp til handa og fóta og færðu okkur tíðindin. Forsíður allra blaða voru fylltar. Magasínþættir allra stöðva undirlagðir. Rás tvö lýsti beint frá Húsavík: Engin ákvörðun tekin! Húsvíkingar fögnuðu. Skáluðu í álbaukum, dúkalögðu með álpappír, settu fána í stöng. Álfána? Unglingar mótmæltu, þingmenn þusuðu. Hringt í Álgerði alla leið til New York. Þar reyndi hún að malda í móinn. "Uh, öh, tja," sagði hún og hvíslaði niður í bringuna á sér, "engin ákvörðun var svo sem tekin". Glæslegt Álgerður, svöruðu fréttamennirnir, takk fyrir, þetta eru stórtíðindi. Engin ákvörðun! Ekkert nýtt! Engar fréttir! Við setjum þetta á forsíðu!!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

frábært sjónarhorn á atburðinn :)

gulli sagði...

bíddu..
er þetta eitthvað skot á mig eða?

Trína sagði...

ha saðirðu í alvöru upp í vinnunni. Annars ætlaði ég bara að segja hæ og kveðja frá Ástralíu.
Cheers mate
Katrín sys

Fjalsi sagði...

jamm - sagði upp - hættur farinn