
Ég hóf störf á nýjum stað í gær. Skjal heitir fyrirtækið og ég hef starfsheitið þýðandi. Ég þýði. Nú sit ég samt í Hafnarfirði og reyni að hreinsa bunka af skrifborðinu. Stefnan er tekin á að fjarlægja þennan bunka fyrir helgi og skilja eftir hreint skrifborð fyrir þá aumingjasál sem mun taka við af mér.
Eitthvert undarlegt myspace-æði hefur gripið sig. MySpace er drasl. Ljótt drasl. Þá held ég að TagWorld sé betra. Skonrottan er amk á tagworld. Þar mun heimsfrægð hennar verða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli