8. mar. 2006

Mér finnst vafasamt að greinar eins og listfræði - menningarfræði og kvikmyndafræði séu greinar innan bókmenntafræði- og málvísindaskorar HÍ. Deilir einhver þeirri skoðun með mér? Þarf ekki að stokka aðeins upp í þessu skorakerfi, amk í félagsvísinda- og hugvísindadeild?

Mér finnst amk undarlegt þegar að nemandi í kvikmyndafræðum við HÍ segir í viðtali að kvikmyndafræði sé "náttúrulega eins og bókmenntafræði" nema að maður horfir á kvikmyndir í stað þess að lesa bækur. Sú kvikmyndafræði sem ég lærði í Hollandi var a.m.k. mun margbrotnari en svo.

Nja. Bara að spá.

Engin ummæli: