Vatnavitleysan?
Uh - ég hef aðeins verið að kynna mér þetta viðfræga vatna - frumvarp. Vatnafrumvarp? Jæja - kannski er ég hlutdrægur en ég átta mig ekki á hvernig sjórnarflokkarnir geta haldið því blákalt fram að um formbreytingu sé að ræða. Það er augljóslega verið að færa eignarrétt yfir á landeigendur. Sem til þessa hafa vissulega átt nýtingarrétt á vatninu. Og hvað merkir það? Fari ég nú í göngutúr og gangi máski yfir land bónda nokkurs hvar lækur rennur í gegn. Þá get ég fengið mér vatnssopa án þess að bóndi geti nokkuð að gert, tja nema kannski að reka mig af jörðinni. En vatnið mátti ég drekka. Verði þetta frumvarp að lögum sýnist mér að bóndi gæti bæði rekið mig af jörðinni og kært mig fyrir stuld á vatninu. Hvenær hættir svo bóndinn að eiga vatnið? Segjum að á renni frá fjalli að fjöru í gegnum fjórar jarðir. Á sá sem á jörðina efst í landinu allt vatnið þar til það rennur í sjó? Eða hættir vatnið að vera hans um leið og það rennur niður í næstu jörð? Hverslags eignatilfærsla er það? Og hvað með vatnið þegar það hefur runnið til sjávar. Hver á það þá? Á jarðareigandi þá hlutfall af sjónum í samræmi við stærð jarðarinnar, eða það rúmmál af vatni sem rann í gegnum jörðina hans og út í sjó? Hvað ef rignir stórkostlega? Er það reiknað sem tekjur? Þarf þá jarðareigandi að borga meira í eignarskatt? Hvernig er verðmæti þessarar eignar annars metið? En ef vatn þornar af jörð? Á þá eigandinn rétt á bótum úr viðlagasjóði? Núverandi lög kveða, tel ég, skýrt um að jarðareigand á rétt á að nýta það vatn sem rennur í gegnum jörðina hans. Nýting er þar lykilorð. Sem merkir að ég hef rétt á að drekka vatnið, fylla jafnvel hálfslítra flösku af því og ganga með að af jörðinni hans og kannski upp á fjall. En ég má hins vegar ekki selja þetta vatn, eða leigja það einhverjum, eða nýta það á annan hátt, nema til að svala þorst a mínum og kannski barnanna minni og nánustu ættingja.
Svona í fljótu bragði sýnist mér þetta vera meginatriðið -OG ALLS EKKI FORMBREYTING !! Heldur klárlega einkavæðing á vatni.
3 ummæli:
Vatnsréttindi eru stórpólitísk mál á althjodavettvangi. Um thetta las ég margar merkar greinar í merku magistersnámi mínu á sídasta ári. Sumir halda thvi jafnvel fram ad strid framtidarinnar verdi had um vatnsrettindi.
Audvitad a vatn a Islandi afram ad vera almenningur.
Þetta er vandræðamál!
Hvað t.d. með rigningarvatn sem fellur til jarðar á lóðinni minni = mín eign, en rennur svo e.t.v. yfir á þá næstu og veldur þar skemmdum.
Er ég ábyrgur fyrir skemmdum af völdum vatns í minni eigu, eða eignast nágranni minn það e.t.v er það fer yfir lóðamörkin?
Til hamingju með væntanlega brottför hersins frændi.
Þakka þér fyrir þessa greinargerð um vatnið. Þetta er nefnilega grafalvarlegt, en ekki auðvelt að skýra það út. Það er hreint ekki víst að 80 ára gömul lög séu slæm. Gágás og Jónsbók hafa verið nothæfar fram að þessu. En frjálshyggjan etur börnin sín ef hún fitnar á því
Skrifa ummæli