Heimsóknir á þessa síðu virðast vera í beinu samræmi við tíðni uppfærslna. Það kemur ekki á óvart en bendir líka til að margir komin hingað í gegnum RSS veitur. Restin, og þá er að ekki með illum hug að ég kalla þá rest, hljóta að vera dyggir lesendur þessarar síðu. Þar með talinn Sigurður Ólafsson.
Ég hefi ekki enn gefið svörin við síðustu kvikmyndagetrauninni. Í réttri röð eru þau eftirfarandir. LUC BESSON, EXCORCISM OF EMILY ROSE, SCARFACE, BRAT PACK, THE GODS MUST BE CRAZY, JIM McBRIDE, JAMES PUREFOY, THX 1138, UNFORGIVEN - SERGIO LEONE OG DON SIEGEL, WILD AT HEART. Ég viðurkenni að þetta með James Purefoy var heví, en þau sem fylgjast með Róm á stöð tvö ættu t.d. að þekkja hann en hann ku leika þar Markús Antóníus, einnig hefur hann sést í fjölda kvikmynda s.s. A Knight's Tale og Women talking dirty.
Annars er maður bara byrjaður í nýrri vinnu. Þýði eins og ég fái borgað fyrir það. Sem ég of fæ. Nokkrum tugum þúsunda meira en ég fékk á kvikmyndasafninu. Sem er einmitt aðalástæðan fyrir að ég hætti þar. Munurinn jafnast á við um eina utanlandsferð í mánuði. Svo nú gæti svo sem lagst í helgarferðalög. En kannski er skynsamlegra að leggja péninginn til hliðar því síðar á árinu liggja fyrir búferlaflutningar, líklegast til Gautaborgar ef ekki Berlínar. Reyndar var þeim flutningum frestað nýverið því mér bauðst áframhaldandi kennsla við Háskóla Íslands. Það þykja mér ótrúlueg tíðindi í ljósi þess að Háskólinn hefur það markmið að komast í hóp þeirra 100 bestu í heiminum. Ég sé ekki hvernig ég get mögulega verið hluti af því markmiði. En kannski skjátlast mér. Kannski er ég bara einmitt lykillinn að þeirri gátu.
Hver veit.
En - nú er sunnudagur.
4 ummæli:
Mikið svakalega leikur lífið við þig núna kallinn minn.
Þið eigið heimboð í Lundúnum ef þú hyggur á hopp bráðum.
Þakka þér fyrir að nefna nafn mitt. Ansi væri nú líka gaman að fá þig til Gautaborgar svo maður hefði þig innan seilingar (að því gefnu að maður fái tækifæri til þess í nokkur misseri í viðbót að sleppa við Ísland ljóta).
Sæll frændi.
Vildi bara láta þig vita að ég fylgist með þér á bloginu, reglulega. Já og þú stefnir á að flytja til Gautaborgar eða Berlínar. Er neflinlega búin að kynnast fullt af fólki frá þeim borgum hérna í Barcelóna. Kanski ég heimsæki þig og þetta fólk, einhverntíman.
Nú get ég kannski farið að sofa aftur. Naumast maður þurfti að bíða eftir svörunum.
Þetta var svínslega erfitt en ég saknaði gátunnar síðasta föstudag.
Skrifa ummæli