17. jan. 2006

Eins og Eiríkur Jónsson: Hlusta á rás tvö þegar ég er í vinnunni. Er orðinn nokkuð leiður á þessu. Mestmegnið gengur þetta út á að gefa bíómiða og miða í leikhús og geisladiska. Svo svona rövl um ekki neitt og mestmegnis sama tónlistin spiluð dag frá degi.

Er popplandspáfum farið að förlast. A.m.k. er brot úr degi hundleiðinlegt. En ekki skil ég af hverju er verið að gera greinarmun á þessu þáttum, Brot úr degi, Poppland. Þetta er nákvæmlega sama síbyljan. Fyrir utan Kappana Ágúst og Óla Palla. En þeir megar taka sig á. Spila áhugaverðari tónlist og svona. Meiri tónlist. Minna mas. Hætta að hleypa hlustendum í loftið.

Annars beið ég í 40 mínútur eftir strætó áðan. Hringdi í strætó. Þeir eru allir fastir í Hafnarfirði.

Má ekki ræsa út aukavagna þegar slíkt gerist? Ég verð í allan dag að losna við kuldahrollinn.

Engin ummæli: