19. jan. 2006


Almennilegur áróður. Sú var tíðin. Ég held að umhverfisráð Reykjavíkur og Strætó og fleiri aðilar ættu að taka upp almennilega áróðurstækni í stað þessarar veiklulegu auglýsingaherferðar sem virðist ekki einu sinni lengur í gangi.

Koma þarf í kollinn á fólki að hætta þessari yfirgengilegu notkun einkabílsins sem nær engri átt. Engri átt.

Uh

Hvenær ætli þessi stefna komi aftur í auglýsingum. Svona teiknaðar myndir af salti jarðarinnar í einhverri múnderingu með verkfæri og viðeignandi tól.

Ég held að það sé ekki langt í það. Ekki langt. Óekki.

Annars dauðleiðist mér hér. Dauðleiðist. Sjáum hvort símtalið komi og til hvers það leiðir.

Annars var bráðskemmtilegt að horfa og hlusta á Skakkra manna geð í gærkvöldi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Strætó er glatað batterí og verður aldrei valkostur í samgöngum...alltof langt á milli stoppustöðva og ferða. Er mikil áhugamanneskja um alm.samgöngur en strætó er sannarlega ekki málið.

Fjalsi sagði...

Nei sjáðu til - þetta er ekki endilega rétt. Þankagangurinn má ekki vera: Alls ekki ganga of langt.

Hins vegar er nýja kerfið svona vegna þess að svo fáir taka strætó - nú taka svo fáir strætó vegna þess að kerfið er svona.

Ú á einkabílinn - eflum strætó.

Fyrir þann pening sem sparast af því að minnka umferð einkabílsins um 20% mætti efla strætó þannig að fjölga mætti ferðum og koma á fót sérstökum innhverfabílum.

Til dæmis

Ég felli mig ekki við þankagang þinn Guðlaug!